Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2023 | 22:00

Evróputúrinn: Stórglæsilegt golf hjá Guðmundi Ágúst á Belfry!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, tekur þátt í British Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram á The Belfry, í Sutton, Englandi, dagana 29. júní – 2. júlí 2023.

Guðmundur komst í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 1 yfir pari.

Guðmundur dansaði á niðurskurðarlínunni, en eftir fremur slakan 1. hring upp á 76 högg, sýndi Guðmundur Ágúst karakter og gerði það sem þurfti – spilaði á 69 glæsihöggum í dag og kom sér gegnum niðurskurð!!!

Stórglæsilegur!!!!

Í efsta sæti eftir 2 hringi eru reynsluboltarnir Justin Rose og Antoine Rozner, báðir á 6 undir pari.

Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: