Evróputúrinn: Sterne kallaði Gallacher „grísara“ og grínaðist í honum allan lokahring Omega Dubai Desert Classic
Skotinn Stephen Gallacher hefir verið að vinna hörðum höndum í að breyta leikjadagskrá sinni eftir frábæran sigur á Omega Dubai Desert Classic s.l. helgi.
Aðal samkepnnisaðili hans í Dubai og vinur á Evróputúrnum Richard Sterne kallaði Gallacher „grísara“ (ens.: jammy bastard) eftir að Gallacher setti niður 115 yarda (105 metra) fleygjárnshögg úr karganum á 16. braut Emirates golfklúbbsins í Dubai, fyrir erni, sem eiginlega innsiglaði sigur hans.

Sterne og Gallacher eru mestu máta. Hér takast þeir í hendur eftir lokahringinn á Omega Dubai Desert Classic.
Gallacher hafði ætlað sér að ferðast til Suður-Afríku til að taka þátt í Joburg Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sterne var búinn að bjóða Gallacher að gista í glæsivillu sinni í Pretoríu.
Sterne grínaðist við Gallacher allan lokahringinn og í hvert sinn sem Gallacher náði fugli eða bjargaði pari sagði Sterne að nú myndi hann rukka Gallacher $1000 aukalega fyrir gistinguna fyrir hvern fugl/par.
Gallacher þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að borga – en ekki af því að hann sé nískur Skoti! Ástæðan er einföld hann er ekki með í Joburg Open… ekki út af gríninu í Sterne …. þeir eru bestu vinir.
Nei, ástæðan er sú að hann tekur nú þátt í $US 8.75milljóna WGC – Accenture Match-Play Championship mótinu í Arizona, sem hefst 20. febrúar n.k. og er að undirbúa sig fyrir það mót. Nái hann góðum árangri þar gæti hann lækkað sig á heimslistanum, en hann er nú í 60. sæti og verður að koma sér í 50. sætið til að öðlast þátttökurétt í the Masters risamótinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
