Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 16:10

Evróputúrinn: Stenson stigameistari 2. árið í röð

Henrik Stenson sigraði  Race to Dubai, þ.e. varð stigameistari Evrópumótaraðarinnar 2. skiptið, eftir frábæran hring í dag á DP World Tour Championship í Dubaí, sem skilaði honum T-9 árangri, sem dugði í fyrsta sæti stigalistans.

Stenson sigraði m.a. á Opna breska í ár og lauk keppnistímabilinu á glæsihring, 65 höggum og féll leiktjaldið því í lokin eftir keppnistímabil þar sem hann varð m.a. fyrsti Svíinn til þess að sigra á risamóti.

Risatitillinn ásamt sigri hans á BMW International Open á keppnisvelli Golf Club Lärchenhof í Þýskalandi og 3 aðrir topp-10 árangrar á árinu stuðluðu að því að Stenson varð stigameistari.

Keppnin í ár stóð aðallega milli Stenson og sigurvegara The Masters, Danny Willett.

Með stigameistaratitlinum hlaut Stenson $1.25 milljónir úr bónuspottinu.

Stenson hefir áður orðið stigameistari Evróputúrsins 2013 og er aðeins 3. kylfingurinn frá meginlandi Evrópu og 12. kylfingur allt í allt sem hefir orðið nr. 1  oftar en 1 sinni; en öðrum sem það hefir tekist er  Seve Ballesteros, Bernhard Langer, Rory McIlroy, Ernie Els, Colin Montgomerie, og Sir Nick Faldo.