Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Stenson kylfingur júnímánaðar

Það er Svíinn Henrik Stenson, sigurvegari Opna breska 2016, sem er kylfingur júnímánaðar á Evrópumótaröðinni.

Heiðurinn hlýtur hann þó ekki fyrir fyrsta risamótstitil sinn heldur 3 högga sigur sinn í Golf Club Gut Lärchenhof, en sigurinn vann hann með frábærum hringjum upp á  68-65-67-71, en þetta var fyrsti sigur Stenson á evrópskri grund frá því hann sigraði 10 árum fyrr í sama móti.

Það var einmitt 10. sigurinn á Evróputúrnum á BMW International Open sem tryggði Stenson titilinn kylfingur júnímánuðar.

Þetta eru góð viðurkenning fyrir að ljúka verkinu vel. Ég hef unnið nokkrum sinnum áður og ég er viss um að þessi viðurkenning hlýtur fínan stað við hlið annarra á hillunni. Vonandi verð ég með nokkra fleiri bikara til að bæta við safnið í lok keppnistímabilsins,“ sagði Stenson m.a. um heiðurstitilinn.

Nr. 5 á heimslistanum hlaut nokkrum atkvæðum fleira en Matthew Fitzpatrick, sem vann 2. titil sinn á Evrópumótaröðinni á Nordea Masters og í 3. sæti um titilinn kylfingur júnímánuðar var Shane Lowry en hann varð T-2 á Opna bandaríska – sem er besti árangur Lowry til þessa í risamóti.