Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Stenson enn efstur í hálfleik á Nedbank Golf Challenge

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson heldur forystu sinni á Nedbank Golf Challenge mótinu, sem fram fer í Sun City í S-Afríku.

Stenson er búinn að spila fyrstu 2 hringina í mótinu á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

Í 2. sæti fast á hæla Stenson er heimamaðurinn Jaco Van Zyl á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: