Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 13:45

Evróputúrinn: Stenson efstur í Dubaí e. 2. dag

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem a titil að verja á DP WorldTour Championship lék á 6 undir pari, 66 höggum og á 2 högg á næstu menn þegar mótið er hálfnað.

Stenson er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (68 66) en hann hefir ekki sigrað í neinu móti frá því í Dubaí í fyrra.

Stenson spilaði seinni 9 á 4 undir pari og komst þar með yfr.  Sjö mismunandi keppendur voru með forystuna á ýmsum tímum á 2. hring.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy rétt skramblaði í 2 undir par, 70 högga hring á Earth golfvellinum í Jumeirah Golf Estates. Rory, sem var í 1. sæti í gær er nú í 2. sæti, sem hann deilir með  Danny Willett (67) og Richie Ramsay (69), en samtals eru þeir allir á 8 undir pari, hver.

Rafael Cabrera-Bello var á lægsta skori dagsins; lék á 8 undir pari, 64 höggum.  Hann er T-5 á 7 undir pari 137 höggum og deilir sætinu með þeim: Justin Rose (66), Kristoffer Broberg (67), Thorbjorn Olesen (70) og Shane Lowry (71).

Til þess að sjá stöðuna á DP World Tour Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: