Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Stenson efstur í Abu Dhabi – Hápunktar 1. dags

Íþróttamaður Svíþjóðar 2016, Henrik Stenson, er efstur eftir 1. dag Abu Dhabi HSBC Championship.

Stenson lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum – fékk 8 fugla og 10 pör – þ.e. skilaði skollalausu fallegu skorkorti.

Öðru sætinu deila Martin Kaymer, Kiradech Aphibarnrat, Oliver Fisher og Marc Warren; allir á 6 undir pari, 2 höggum á eftir Stenson.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna e. 1. dag á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: