Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 22:00

Evróputúrinn: Stalter efstur í hálfleik á KLM Open – Hápunktar 2. dags

Það er Frakkinn Joel Stalter sem er efstur eftir 2. hringi á KLM Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Reyndar er hann efstur af þeim sem lokið hafa leik, enn eiga nokkrir eftir að klára hringi sína en leik var hætt kl. 19:55 vegna myrkurs.

Stalter er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (65 67).

Í 2. sæti er Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat, höggi á eftir Stalter.

Til þess að sjá stöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: