Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2015 | 13:00

Evróputúrinn: Stal stal sigrinum í Abu Dhabi!!

Frakkinn Gary Stal sneri við 8 högga forystu Martin Kaymer og stal sigrinum á Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Gary Stal lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 69 67 65) og átti glæsilokahring upp á 7 undir pari, 65 högg og skilaði inn skollalausu skorkorti.

Stal komst á Evrópumótaröðina 2014 og sjá má kynningu Golf 1 á Stal með því að  SMELLA HÉR: 

Kaymer hins vegar átti versta hring sinn í mótinu, lokadaginn, lék á 3 yfir pari, 75 höggum og var þetta eini hringurinn yfir pari, í annars frábærum leik upp á 17 yfir pari, 271 högg (64 67 65 75). Bara með því að vera á pari hefði hann knúið fram bráðabana og 1 undir hefði hann unnið mótið. Hefði, hefði!

Kaymer varð í 3. sæti.

Kaymer varð ekki einu sinni í 2. sæti – sá sem er áskrifandi nánast að því sæti tók það þ.e. Rory McIlroy sem lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (67 66 71 66).

Til þess að sjá lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: