Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Snedeker sigraði á Fiji Int.

Bandaríkjamaðurinn og Ryder Cup leikamaðurinn Brandt Snedeker sigraði á öðru móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Fiji International, en tvö mót fara fram á vegum Evróputúrsins nú í vikunni (hitt er auðvitað Alfred Dunhill Links).

Þetta er fyrsti sigur hins 35 ára Snedeker, sem er nr. 23 á heimslistanum, á Evróputúrnum.

Snedeker hafði 3 högga forystu á þann sem var í 2. sæti fyrir lokanringinn og kláraði mótið með hring upp á 68 og samtals 16 undir pari.

Samtals lék Snedeker á 16 undir pari, 272 höggum (69 65 70 68) og átti 9 högg á þann sem varð í 2. sæti, Michael Hendry frá Nýja-Sjálandi, sem lék samtals á 7 undir pari, 281 höggi (73 68 68 72). Hendry er nr. 179 á heimslistanum.

Með þessu bætti Snedeker met Charl Schwartzel um mesta höggafjölda sem sigurvegari hefir átt á næsta keppanda á Evróputúrnum á þessu keppnistímabili, en fyrra met Schwartzel voru 8 högg, sem Schwartzel átti á þann sem varð í 2. sæti á Tshwane Open.

 

 

Sjá má lokastöðuna á Fiji International með því að SMELLA HÉR: