Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2016 | 15:28

Evróputúrinn: Sjáið „fagn“ Garcia eftir að hann setur niður 13 m pútt á Qatar Masters!

Sergio Garcia er skapheitur og tilfinningaríkur spænskur kylfingur og oftar en ekki sést á honum þegar vel eða illa gengur.

Öllu skemmtilegra er þó að sjá hann þegar eitthvað tekst – en að sjá hann brjóta kylfur eða rífa af sér skó í geðluðruköstum, sem hann á til að fá þegar ekki gengur allt sem skyldi.

Á móti vikunnar á Evróputúrnum sökkti Garcia 13 m pútti á par-3 8. holu Doha GC, þar sem mótið fer fram….

…. og steig smá gleðidans á eftir.

Til þess að sjá fagn Sergio Garcia SMELLIÐ HÉR: