Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Sjáið 390 yarda dræv Rory á Alfred Dunhill – Myndskeið

Rory McIlroy spilaði ásamt föður sínum Gerry á Pro-Am móti Alfred Dunhill Links Championship.

Fyrsta hringinn lék hann á 1 yfir pari, 73 höggum og átti m.a. 390 yarda (350 metra) dræv í mjög vindasömum aðstæðum á 18. holu Carnoustie.

Sumir voru efins um hvernig hann myndi spila með nýja NIKE drævernum sínum – en myndskeiðið tekur af allan vafa af því að hann sé að spila eitthvað verr.

Hann spilar betur ef eitthvað er!

Sjá má myndskeið af drævi Rory með því að SMELLA HÉR: