Evróputúrinn: Sergio Garcia verður gestgjafi Opna spænska á Valderrama
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia mun verða gestgjafi á Opna spænska, sem fram fer á Valderrama 14.17. apríl n.k.
Mótið fer fram vikuna á eftir The Masters risamótið og er fysta mótið á Evrópumótaröðinni í ár, sem leikið verður í Evrópu.
S.s. þeir sem fylgjast með golfi vita hefst tímabilið á Evróputúrnum í Suður-Afríku og síðan tekur Mið-Austurlandasveifla svonefnda við m.a. í Abu Dhabi og Dubai og síðan er haldið til Asíu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Opna spænska er haldið á Valderrama en völlurinn hefir ár eftir ár verið valinn sá besti í Evrópu. Á Valderrama fór Ryder Cup 1997 fram, s.s. flesta golfáhugamenn rekur minni til.
Garcia mun bæði vera gestgjafi mótsins og keppandi í því og er þar með kominn í hóp þekktra kylfinga sem eru gestgjafar móta á Evróputúrnum.
Aðrir þekktir kylfingar sem hafa verið gestgjafar móta á túrnum á undanförnum árum eru: Ernie Els (South African Open), Rory McIlroy (Opna írska), Paul Lawrie (Match Play) og Luke Donald (British Masters).
„Þetta er alveg ný leið til samvinnu við Evróputúrinn og ég er mjög stoltur að vera hluti af honum,“ sagði Garcia m.a aðspurður um nýja hlutverk sitt sem gestgjarfa í móti á Evróputmótaröðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
