Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 06:10

Evróputúrinn: Sergio Garcia efstur fyrir lokahringinn á Valderrama

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem er í forystu fyrir lokahring Andalucia Masters. Hann er samtals búinn að spila á -6 undir pari, samtals 207 höggum (70 70 67).

Í 2. sæti eru landi hans Miguel Angel Jiménez og Svíinn Christian Nilson, báðir 2 höggum á eftir Garcia.

Í 4. sæti er síðan forystumaður föstudagsins, Skotinn Richie Ramsay á samtals -3 undir pari, samtals 210 höggum, en spilamennska hans hefir farið hríðversnandi (65 72 73).

Garcia gæti hafa verið í enn meiri forystu, en hann fékk næstum holu í höggi á 6. braut og var með 6 fugla á 3. hring, ef hann hefði ekki fengið örlagaríkan fugl á einkennisbraut Valderrama 17. brautinni.

Teighögg hans lenti í sandglompu og það leit út fyrir að 2. höggið færi í vatnið fræga en boltinn lenti samt á steini. Garcia fór úr skóm og sokkum og sló úr hindruninni. Hann gat því miður ekki bjargað pari, missti boltann hægra meginn á flötina og tvípúttaði.

Um skollann sem hann fékk á 17. braut sagði Garcia:„Þetta var áhættusamt, en mér líkaði samt betur við möguleika minn úr þessari stöðu (hægra meginn á flötinni) fremur en að fara í fallreitinn.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Andalucia Masters smellið HÉR: