Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 16:30

Evróputúrinn: Sergio Garcia heillar á heimavelli – er í 1. sæti í Castellón

Spánverjinn Sergio Garcia spilaði hreint 1. flokks golf  í dag og jafnaði glæsilegan hring Svíans Alexander Norens upp á 63 högg. Sergio er þar með kominn í 1. sæti á Castelló Masters nú þegar mótið er hálfnað, er samtals á -12 undir pari, á sléttum 130 höggum (67 63).

Í 2. sæti er Alexander Noren eftir hringinn glæsilega í dag upp á 63 högg, er samtals á -10 undir pari og 132 höggum (69 63).

Þriðja sætinu deila forystumaður gærdagsins, Englendingurinn Ross McGowan, Skotinn Gary Orr og Ástralinn Marcus Fraser.

Hér má sjá stöðuna þegar Castelló Masters er hálfnað: CASTELLÓ MASTERS