Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Scott Hend sigraði á Hong Kong Open e. bráðabana

Ástralinn Scott Hend sigraði í Hong Kong Open eftir bráðabana við Angelo Que frá Filippseyjum.

Hend og Que voru efstir og jafnir eftir 72 spilaðar holur, báðir á 13 undir pari, 267 höggum; Hend (67 66 67 67) og Que (65 69 67 66).

Það varð því að koma til bráðabana þeirra á milli og var par-4 18. brautin spiluð aftur.  Sigurinn varð Hends eftir að hann fékk par en Que skolla.

Í 3. sæti varð Írinn Kevin Phelan á samtals 11 undir pari og í 4. sæti varð Englendingurinn Mark Foster á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á lokadegi Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: