Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Schwartzel sigraði á Tschwane Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði í heimalandi sínu, á Tschwane Open í dag.

Schwartzel lék á samtals 16 undir pari 264 höggum (71 64 66 63).

Schwartzel átti heil 8 högg á þann sem næstur kom, en það var Jeff Winther frá Danmörku sem lék á samtals 8 undir pari.

Winther frekar óþekktur kylfingur, en verður kynntur hér síðar þegar Golf 1 fer að kynna nýju strákana á Evróputúrnum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: