Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2015 | 13:00

Evróputúrinn: Schwartzel í forystu á S-Afrícan Open – Hápunktar 3. dags

Það er Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel sem er í forystu eftir 3. dag South African Open, sem fram fer í Ekurhuleni í Suður-Afríku.

Schwartzel er búinn að spila á samtals 13 undir pari og á 3 högg á næstu keppandur, sem eru enski kylfingurinn Andy Sullivan og spænski kylfingurinn Pablo Martin Benavides – báðir á samtals 10 undir pari, hvor.

Í 4. sæti er síðan heimamaðurinn Jared Harvey. Allt fremur óþekktir 3 kylfingar í efstu 4 sætum mótsins.

Til þess að sjá stöðuna á South-Afrícan Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á South-African Open SMELLIÐ HÉR: