Evróputúrinn: Santos efstur á 62 höggum – Myndskeið frá hápunktum 1. dags Africa Open
Portúgalinn Ricardo Santos átti glæsihring á Africa Open á Eastern Cape í Suður-Afríku í dag og situr í efsta sæti eftir 1. dag.
Santos lék á 9 undir pari, 62 höggum í East London golfklúbbnum, þar sem mótið fer fram.
Santos sem var nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2013 eftir sigur á Madeira Islands Open, skilaði „hreinu skorkorti“ þ.e. með 9 fuglum og engum skollum og er 2 höggum á eftir þeim sem deila 2. sætinu: Garth Mulroy, (sem þegar var kominn í forystu snemma dags s.s. Golf 1 greindi frá) Rhys Davies, Richard Bland og Lucas Bjerregaard.
Eftir frábæran hring sinn sagði Santos m.a.: „Ég spilaði pottþétt golf í dag og gaf sjálfum mér fjölmörg tækifæri á fuglum og nýtti sum þessara færa. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag.“
„Ég sló boltann stöðugt af teig og púttin mín voru öll góð. Til þess að vera á 9 undir pari þar að spila frábært golf, þannig að ég er mjög ánægður mér hvert smáatriði leiks míns.“
„Ef það er hvasst er þetta mjög erfiður völlur, en í dag ef maður var á braut átti maður tækifæri á að vera á lágu skori. Í dag átti ég örugglega einn besta golfhring minn í golfi til þessa.“
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Africa Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags Africa Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
