Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Rumford sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth – Hápunktar 4. dags

Það var ástralski kylfingurinn Brett Rumford sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth í gær, sunnudaginn 19. febrúar 2017.

Mótið fór að venju fram í Lake Karrinyup CC.

Rumford lék á samtals 17 undir pari og átti 5 högg á næstu keppendur, en fyrstu 3 keppnisdagana var spilaður höggleikur.

Lokahringurinn er síðan holukeppni og þar hafði Rumford betur gegn thaílenska kylfingnum Phachara Khongwatmai 2&1, en þeir léku um sigursætið!

Að sigurlaunum hlaut Rumford 1,750,000 ástralska dollara eða u.þ.b. 158.5 milljónir ísl.kr.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags þ.e. lokahringsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR: