Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2016 | 16:30

Evróputúrinn: Rory sigraði á Opna írska

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna írska, móti þar sem hann var sjálfur gestgjafi.

Rory lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (67 70 70 69).

Nokkuð öruggt hjá Rory en hann átti 3 högg á Bradley Dredge frá Wales og hinn skoska Russell Knox, sem deildu 2. sætinu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska, sem fram fór 19.-22. maí 2016 í The K Club á Írlandi SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: