Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Rory átti högg ársins 2016

Það var Rory McIlroy sem átti högg ársins 2016 á Evróputúrnum.

Höggið var aðhögg hans á lokaholu Dubai Duty Free Irish Open.

Hann var með 1 höggs forystu og 252 yarda u.þ.b. 230 metra frá holu og þurfti að slá yfir vatn – Hann setti boltann aðeins 1 metra frá holu og vann mótið sem hann var gestgjafi í, á heimavelli, í fyrsta sinn.

Það voru áhangendur Evrópumótaraðarinnar, sem kusu höggið, högg ársins í opinni kosningu.

Sjá má höggið góða, sem Rory átti,  með því að SMELLA HÉR: