Evróputúrinn: Rock veikur – dregur sig úr mótinu í Abu Dhabi
Sigurvegari Abu Dhabi HSBC Championship frá því á síðasta ári, Robert Rock, tekst ekki titilvörnin í ár, þar sem hann dró sig úr mótinu í morgun vegna veikinda, að sögn mótshaldara.
Hinn 35 ára Rock tókst að hafa betur en Tiger Woods og Rory McIlroy í fyrra, en titilvörnin í ár er heldur aumleg því hann varð að hætta leik eftir aðeins 1 spilaðan hring.
Reyndar var ljóst eftir hringinn í gær að Rock ætti ekki mikla möguleika á að verja titil sinn eftir að hafa komið í hús á vonbrigðaskori 76 höggum; jafnvel 1 höggi verr en Rory McIlroy.
Rock var í holli með Justin Rose, sem nú blómstrar í Abu Dhabi og er efstur í mótinu og sigurvegara Opna breska á s.l. ári Ernie Els.
Þegar mótið er hálfnað er Rose efstur því honum tókst að fylgja lægsta skori gærdagsins 67 högg eftir með 69 höggum í dag. Kannski að 4 stafa eftirnafn sem byrjar á R sé undir einhverri heillastjörnu hvað sigur varðar Rock í fyrra Rose í ár?
Heimild: Sport 360
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
