Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2015 | 11:05

Evróputúrinn: Richie Ramsay meðal 4 sem leiða í hálfleik Hassan Trophée

Skoski kylfingurinn Richie Ramsay leiðir á Hassan Trophée mótinu í Marokkó í hálfleik, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Ramsay deilir forystunni ásamt 3 öðrum þ.e. þeim Rafael Cabrera-Bello og Richard Green.

Oliver Farr virtist ætla að næla sér í toppsætið í hálfleik einn, en gerði mistök á 18. og er nú efstur og jafn þessum 3 framangreindum.

Sjá má hápunkta 2. dags á Hassan Trophée með því að SMELLA HÉR:

Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gangi mála á skortöflu með því að SMELLA HÉR: