Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2016 | 22:00

Evróputúrinn: Richie Ramsay með ás á BMW mótinu í Köln

Skoski kylfingurinn Richie Ramsay tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, en það er BMW International Open.

Mótið fer fram í Golf Club Gut Laerchenhof, í Pulheim rétt fyrir utan Köln í Þýskalandi.

Ramsay var svo heppinn í dag að fara holu í höggi á par-3 16. braut Gut Laerchenhof vallarins, sem er 177 metra.

Hann lék á 1 undir pari vallar í dag, 71 höggi fékk auk ássins frábæra 2 fugla, 12 pör og 3 skolla og er T-40 eftir 1. dag.

Fyrir ásinn hlaut Ramsay  BMW V-12 M760 Li x-drive limo, að andvirði £130,000 (23,4 milljónir íslenskra króna).

Sjá má Ramsay býsna ánægðan með bílinn hér að neðan:

Richie Ramsay og BMW-verðlaunabíllinn f. holu í höggi á 16. braut Gut Laerchenhof

Högginu góða náði Ramsay með 7-járni.  Hann var að vonum ánægður með bílinn og sagði m.a.:

Ég vildi fara úr skónum það er allt svo fallegt inní í bílnum og ég vildi ekki óhreinka hann.“

Þetta er bara ótrúlegt – hann er með ipad aftur í og að það sé hægt að teygja úr fótunum  svona er frábært.“

Á þessu gæðastigi lúxusins sem bíllinn býður upp á, er e.t.v. við hæfi að ráða bílstjóra. Þetta er bara meiriháttar bíll.

Sjá má myndskeið af því þegar Ramsay fékk ásinn og viðtal við hann eftir á með því að SMELLA HÉR: