Evróputúrinn: Richie Ramsay með ás á BMW mótinu í Köln
Skoski kylfingurinn Richie Ramsay tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, en það er BMW International Open.
Mótið fer fram í Golf Club Gut Laerchenhof, í Pulheim rétt fyrir utan Köln í Þýskalandi.
Ramsay var svo heppinn í dag að fara holu í höggi á par-3 16. braut Gut Laerchenhof vallarins, sem er 177 metra.
Hann lék á 1 undir pari vallar í dag, 71 höggi fékk auk ássins frábæra 2 fugla, 12 pör og 3 skolla og er T-40 eftir 1. dag.
Fyrir ásinn hlaut Ramsay BMW V-12 M760 Li x-drive limo, að andvirði £130,000 (23,4 milljónir íslenskra króna).
Sjá má Ramsay býsna ánægðan með bílinn hér að neðan:

Högginu góða náði Ramsay með 7-járni. Hann var að vonum ánægður með bílinn og sagði m.a.:
„Ég vildi fara úr skónum það er allt svo fallegt inní í bílnum og ég vildi ekki óhreinka hann.“
„Þetta er bara ótrúlegt – hann er með ipad aftur í og að það sé hægt að teygja úr fótunum svona er frábært.“
„Á þessu gæðastigi lúxusins sem bíllinn býður upp á, er e.t.v. við hæfi að ráða bílstjóra. Þetta er bara meiriháttar bíll.„
Sjá má myndskeið af því þegar Ramsay fékk ásinn og viðtal við hann eftir á með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
