Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2012 | 18:30

Evróputúrinn: Richie Ramsay leiðir fyrir lokadag Omega European Masters

Það er Skotinn Richie Ramsay sem leiðir fyrir lokadag Omega European Masters. Hann er búinn að spila hringina 3 á samtals 11 undir pari, 201 höggi (69 68 64).

í 2. sæti eru landi Ramsay, Paul Lawrie og Englendingurinn Danny Willett aðeins 1 höggi á eftir, 10 undir pari, 202 höggum; Lawrie (69 66 67) og Willet (67 67 68).

Einn í 4. sæti er síðan forystumaður gærdagsins, Frakkinn Julien Quesne á samtals 9 undir pari.

Nokkuð óvænt er Svíinn Mathias Grönberg í 5. sæti, sem hann deilir með Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku og Jamie Donaldson frá Wales. Allir eru þeir á 8 undir pari, samtals 204 höggum hver.  Grönberg sló í gegn í Crans-sur-Sierre 1995 en ákvað að spila fremur á PGA. Árið 2010 missti hann kortið sitt á PGA og spilar nú aftur á Evróputúrnum. Hann er nr. 853 á heimslistanum.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: