Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 00:01

Evróputúrinn: Richie Ramsay efstur – Hápunktar 2. dags Omega Masters

Skotinn Richie Ramsay leiðir eftir 2. dag  á Omega Masters í Crans-sur-Sierre.

Ramsay er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 128 högum (62 66).

Í 2. sæti 1 höggi á eftir er Ryder Cup liðs nýliðinn í evrópska liðinu Jamie Donaldsson frá Wales.

Þriðja sætinu deila Englendingurinn Graeme Storm og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á samtals 10 undir pari, hvor.

Meðal þeirra, sem ekki náðu niðurskurði voru Miguel Ángel Jiménez, Darren Clarke og Ross Fisher.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: