Evróputúrinn: Richard Sterne sigraði á Joburg Open
Heimamaðurinn Richard Sterne bar sigurorð af keppinautum sínum í dag á Joburg Open.
Sterne spilaði á samtals glæsilegum 27 undir pari, 260 höggum (63 65 68 64) og átti 7 högg á þann sem næstur kom risamótstitilhafann og landa sinn, Charl Schwartzel. Á hringnum í dag tapaði Sterne hvergi höggi, fékk 8 fugla og 10 pör.
Þetta er fyrsti sigur Sterne á Evrópumótaröðinni í 4 ár en hann hefir verið mikið frá leik (missti m.a. algerlega af keppnistímabilunum 2010 og 2011) vegna liðagigtar í baki. Síðast vann Sterne 21. desember 2008 South African Open Championship, en þar bar vann hann Gareth Maybin í umspili. Alls hefir Sterne nú sigrað í 6 mótum á Evrópumótaröðinni.
„Ég hélt ekki að ég myndi verða svo lengi frá keppni, en 6 mánuðir urðu að ári, og árið að tveimur,“ útskýrði Sterne eftir að sigurinn lá fyrir.
„Eftir alla erfiðisvinnuna og tímann sem ég hef verið frá keppni vegna sjúkdómsins velti ég því fyrir mér hvort ég myndi nokkru sinni sigra aftur. Á einu stigi var verkurinn svo slæmur að ég var óviss hvort ég myndi nokkru sinni spila golf aftur. En nú veit ég að ég get það.“
„Það eina sem hélt mér gangandi voru hinir Suður-afríkönsku kylfingarnir. Þeir unnu í mörgum mótum og ég trúði því að ef þeir gætu það – gæti ég það líka!“
Charl Schwartzel sem varð í 2. sæti spilaði á samtals 20 undir pari, 267 höggum (68 65 68 66).
Þrír deildu 3. sætinu: Felipe Aguilar frá Chile, nýliði ársins 2012 á Evrópumótaröðinni, Portúgalinn Ricardo Santos og enn einn heimamaður George Coetzee. Þeir þrír spiluðu allir á samtals 19 undir pari, 268 höggum, hver.
Til þess að sjá úrslitin á Joburg Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
