Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 13:00

Evróputúrinn: Rahm sigraði í Dubai – Hápunktar 4. dags

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Championship, sem að venju fór fram í Dubaí.

Sigurskor Rahm var 19 undir pari, 269 högg (69 68 65 67).  Fyrir sigurinn hlaut Rahm € 1,175,051.

Í 2. sæti varð thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat á samtals 18 undir pari.

Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood varð hins vegar stigameistari Evróputúrsins 2017 þ.e. sigraði Race to Dubaí.

Til þess að sjá hápunkta DP World Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Championship SMELLIÐ HÉR: