Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2017 | 09:00

Evróputúrinn: Rafa Cabrera Bello sigraði á Opna skoska

Það var spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello sem sigraði á Opna skoska, sem lauk sunnudaginn 16. júlí s.l.

Hann hafði betur í einvígi gegn nýliðanum enska Callum Shinkwin, en báðir voru á 13 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur.

Rafa sigraði þegar á 1. holu bráðabanans, sem var par-5 18. hola Dundonald Links í Troon, Ayrshire, þar sem mótið fór fram.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: