Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2019 | 16:30

Evróputúrinn: Pieters sigurvegari D+D Real Czech Masters

Það var belgíski kylfingurinn Thomas Pieters sem stóð uppi á móti vikunnar á Evróputúrnum, D+D Real Czech Masters.

Sigurskor Pieters var 19 undir pari, 269 högg (67 67 66 69).

Mótið fór fram á Albatross golfstaðnum nálægt Prag í Tékklandi, dagana 15.-18. ágúst og lauk í dag.

Sjá má lokastöðuna á D+D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahringsins á D+D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR: