Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2021 | 18:00

Evróputúrinn: Pieters sigraði á Portugal Masters

Það var Belginn Thomas Pieters sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Portugal Masters.

Mótið fór fram dagana 4. -7. nóvember á Dom Pedro Victoria golfvellinum, í Vilamoura, Portúgal.

Sigurskor Pieters var 19 undir pari, 265 högg (68 64 65 68).

Hann átti 2 högg á þá 3 sem næstir komu, Danana Lucas Bjerregaard og Nicolai Höjgaard og Matthieu Pavon, sem allir léku á samtals 17 undir pari, 267 höggum.

Sjá má lokastöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: