Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2015 | 15:45

Evróputúrinn: Pieters sigraði á KLM Open

Það var Thomas Pieters sem stóð uppi sem sigurvegari á KLM Open.

Hann lék á samtals 19 undir pari.

Pieters var 2 höggum á eftir forystumönnunum Rafa Cabrera Bello og Lee Slattery en frábærar fyrri 9 þar sem hann fékk 4 fugla komu honum í baráttuna um efsta sætið.  Hann lauk síðan lokahringnum á glæsilegum 65 höggum.

Það voru þeir Eduardo de la Riva og Lee Slattery sem urðu í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: