Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 17:00

Evróputúrinn: Pieters leiðir enn – Jiménez í 2. sæti – hápunktar 3. dags á Opna spænska

Belgíumaðurinn Thomas Pieters heldur forystu sinni eftir 3. hring Opna spænska.

Pieters er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum (69 69 71).

Í 2. sæti er kominn gamla brýnið nýgifta Miguel Ángel Jiménez, en hann lék 3. hring á 3 undir pari.

Samtals hefir Jiménez leikið á 5 undir pari, 211 höggum (69 73 69).

Richie Ramsay, Richard Green og Chris Wood deila síðan 3. sætinu, á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Open de España SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Open de España SMELLIÐ HÉR: