Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 17:30

Evróputúrinn: Perez sigraði á Alfred Dunhill!

Það var franski kylfingurinn Victor Perez, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Links Championship.

Sigurskorið var 22 undir pari, 266 högg (64 68 64 70).

Fyrir sigurinn hlaut Perez € 732,265 (tæpar 99 milljónir íslenskra króna.

Þetta er 1. sigur Perez á Evróputúrnum, en hann hefir áður tvívegis sigrað á Áskorendamótaröð Evrópu.

Victor Perez er fæddur 2. september 1992 og því nýorðinn 27 ára.

Enski kylfingurinn Matthew Southgate varð í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, 21 undir pari, 267 höggum (65 66 65 71).

Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahringsins á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: