Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 10:00

Evróputúrinn: Perez og Southgate leiða á Alfred Dunhill e. 3. dag

Það eru franski kylfingurinn Victor Perez og Englendingurinn Matthew Southgate, sem leiða fyrir lokahring Alfred Dunhill Links Championship.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 20 undir pari, hvor.

Bandaríski kylfingurinn Tony Finau og hinn enski Paul Waring deila 3. sætinu, tveimur höggum á eftir forystu- mönnunum.

Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á Alfred Dunhill Links Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Victor Perez