Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2018 | 18:30

Evróputúrinn: Pepperell sigraði á Qatar Masters – Hápunktar

Það var Englendingurinn Eddie Pepperell, sem stóð uppi sem sigurvegari á Commercial Bank Qatar Masters.

Þetta er fyrsti sigur Pepperell á Evróputúrnum.

Sigurskor Pepperell var samtals 18 undir pari, 270 högg (65 69 66 70).

Fyrir sigur sinn í Qatar fær Pepperell € 236,315 (tæpar 30 milljónir íslenskra króna)

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 17 undir pari varð Oliver Fisher frá Englandi og enn öðru höggi á eftir og í 3. sæti varð Svíinn Marcus Kinhult.   Kinhult hlaut € 88,762 (rúmar 11 milljónir íslenskra króna) fyrir 3. sætið og sá sem varð í 14. sæti hlaut € 20,465 (2.6 milljónir íslenskra króna) – en þess ber að geta að 6 kylfingar voru jafnir  í 13.-18. sæti og hlutu allir þessa vinningsfjárhæð.  Svo er verðlaunafé á Evróputúrnum bara í hálfkvisti við það sem gerist á bandaríska PGA!

Til þess að sjá lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: