Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Pepperell efstur í hálfleik á Walton Heath – Hápunktar 2. dags

Enski kylfingurinn Eddie Pepperell er efstur á Sky Sports British Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Pepperell er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (67 69).

Ekki tókst þó öllum að ljúka 2. hring vegna veðurs og verður haldið fram þar sem frá var horfið á morgun, laugardagsmorgun og gæti staðan breyst eitthvað við það.

Sjá má stöðuna á British Masters eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR: