Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2016 | 07:30

Evróputúrinn: Pelle Edberg og Scott Hend efstir á Thaíland Classic í hálfleik

Það eru Pelle Edberg frá Svíþjóð og Scott Hend frá Ástralíu, sem voru efstir og jafnir eftir 2. dag á True Thailand Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Báðir hafa leikið á samtals 12 undir pari, hver.

Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni á skortöflu hér að neðan.

Það er Thomas Pieters, frá Belgíu sem hefir sótt í sig veðrið á 3. hring True Thaíland Classic mótinu og geysist upp skortöfluna eins og sjá má.

Til þess að sjá stöðuna á True Thaíland Classic mótinu eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: