Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 20:30

Evróputúrinn: Paul Casey sigraði á KLM Open – Hápunktar 4. hrings

Það var Englendingurinn Paul Casey sem stóð uppi sem sigurvegarin á KLM Open, sem fram fór á Kennemer G&CC í Zandvoort í Hollandi.

Casey lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 70 62 66).  Sjá má viðtal við Casey eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Simon Dyson á samtals 13 undir pari, 267 höggum (70 66 66 65).

Í 3. sæti varð Englendingurinn Andy Sullivan (á samtals 12 undir pari) og í 4. sæti landi hans Eddie Pepperell (á samtals 11 undir pari).

Fimmta sætinu deildu: Joost Luiten, Pablo Larrazábal, Johan Carlsson og Frakkinn Romain Wattel (allir á samtals 10 undir pari), en Wattel leiddi m.a. fyrir lokahringinn, en átti skelfilegan lokahring í dag,  upp á 74 högg.

Til þess að sjá lokastöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á KLM Open SMELLIÐ HÉR: