Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 11:30

Evróputúrinn: Paratore með 18 fjarka!

Einn yngsti nýliðinn á Evrópumótaröðinni í ár, Renato Paratore, frá Ítalíu var á 1 yfir pari, 72 höggum á 2. hring Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París.

Af hverju skyldi þetta vera fréttnæmt?

Það er það alls ekki og alls ekki gengi Paratore, sem ekki einu sinni komst í gegnum niðurskurð í mótinu eftir að hafa spilað fyrri hring á 7 yfir pari, 78 höggum og er því samtals á 8 yfir pari, 150 höggum (78 72).

Allt fer þó líklega í reynslubankann hjá Ítalanum unga.

Hitt er merkilegra að á 2. hring fékk Paratore 18 fjarka þ.e. skolla á öllum par-3 holum, par á par-4 og fugla á öllum par-5um.

Nokkuð jafnt og skondið skor, en sjá má skorkort Paratore hér fyrir neðan:

Skorkort Paratore

Skorkort Paratore