Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 16:30

Evróputúrinn: Pádraig Harrington sigraði á Portugal Masters

Það var gamla brýnið Pádraig Harrington, frá Írlandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á Portugal Masters í dag.

Harrington lék á samtals 23 undir pari, 261 höggi (66 63 67 65).

Í 2. sæti varð Englendingurinn Andy Sullivan aðeins 1 höggi á eftir og þriðja sætinu deildu Finninn Mikko Korhonen og Daninn Anders Hansen, báðir á samtals 21 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta frá lokahring Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: