Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Otto efstur í hálfleik Opna ítalska – hápunktar 2. dags

Suður-Afríkumaðurinn Hennie Otto lék frábært golf í dag á Circolo golfvellinum í Torino – kom í hús á 62 höggum, sem kom honum í efsta sætið.

Forysta Otto er afgerandi en hann leiðir á samtals 15 undir pari 129 höggum (62 69).

Í 2. sæti er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, 3 höggum á eftir Otto, á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Í 3. sæti er síðan Ross Fisher enn öðrum 3 höggum á eftir, á samtals 9 undir pari.

Stephen Gallacher, sem þarf að vera í 1. eða 2. sætinu á Opna ítalska til þess að hljóta sjálfkrafa sæti í Ryder Cup liði Evrópu lék ágætlega í dag á 67 höggum og er samtals búinn að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67) og er sem stendur 5 höggum frá 2. sætinu og 8 höggum frá 1. sætinu!

Nokkrir góðir náðu eins og alltaf ekki niðurskurði þ.á.m. Belginn Nicolas Colsaerts, Frakkinn Grégory Bourdy og Írinn Pádraig Harrington.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: