Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 10:25

Evróputúrinn: Otto efstur e. 1. dag á Volvo China Open

Það er Hennie Otto frá Suður-Afríku sem leiðir eftir 1. dag

Hann lék 1. hringinn í mótinu á 9 undir pari 63 höggum.

Hinn 39 ára Hennie Otto hefir ekki verið meðal 10 efstu í móti síðan hann sigraði á 71° OPEN D’ITALIA Presented by DAMIANI árið 2014 og hefir ekki átt hring undir  70 á Evrópumótaröðinni frá því á The BMW SA Open þar sem gestgjafi var City of Ekurhuleni, en mótið fór fram í janúar sl.

Otto hefir sigrað þrívegis áður á Evrópumótaröðinni og hann sýndi í þvílíkum eðalklassa hann er í dag, þegar hann skilaði lýtalausu skorkorti með 1 erni, 7 fuglum og 10 pörum.

Hann hefir 2 högga forystu á Austurríkismanninn Bernd Wiesberger, sem lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: