Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Otaegui sigurvegari Belgian Knockout

Það var spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, sem stóð uppi sem sigurvegari á Belgian Knockout í dag.

Í fjórðungsúrslitunum hóf Otaegui daginn á því að sigra landa sinn Jorge Campillo og komst því í undanúrslit.

Þar sigraði Otaegui, Skotann David Drysdale og því ljóst að hann væri að keppa til úrslita við Frakkann Benjamin Herbert.

Þá viðureign vann Otaegui og stóð því uppi sem sigurvegari!

Til þess að sjá hápunkta lokadags Belgian Knockout SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Belgian Knockout með því að SMELLA HÉR: