Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Otaegui og Wallace leiða í Kína – Hápunktar 3. dags

Adrian Otaegui frá Spáni og Englendingurinn Matt Wallace eru efstir og jafnir á Volvo China Open, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Otagui og Wallace hafa  spilað á samtals 12 undir pari, 204 höggum; Otaegui (68 69 67) og Wallace ( 65 70 69).

Alexander Björk frá Svíþjóð (67), Julien Guerrier frá Frakklandi (68) og Jorge Campillo frá Spáni (68) deila 3. sætinu (í hornklofa er skor frá 3. hring).

Mótið fer fram á Topwin Golf & CC í Pekíng, Kína.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: