Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Otaegui og Uihlein efstir í hálf- leik á HNA Open de France- Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Adrian Otaegui frá Spáni og Titleist erfinginn, bandaríski Peter Uihlein, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á HNA Open de France.

Báðir hafa þeir Otaegui og Uihlein spilað á 8 undir pari, 134 höggum; Otaegui (68 66) og Uihlein (67 67).

Þriðja sætinu deila þeir Alexander Björk frá Svíþjóð og enski kylfingurinn Tommy Fleetwood, en þeir eru 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna á HNA Open de France mótinu með því að SMELLA HÉR: