Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 08:15

Evróputúrinn: Ormsby sigurvegari UBS Hong Kong Open

Það var ástralski kylfingurinn Wade Ormsby sem nældi sér í sigurinn á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, UBS Hong Kong Open.

Sigurskor Ormsby var 11 undir pari, 269 högg (68 68 65 69).

Öðru sætinu deildu Rafa Cabrera Bello frá Spáni,  bandarísku kylfingarnir Julian Suri og Paul Peterson ásamt sænska kylfingnum Alexander Björk, en allir þrír léku á samtals 10 undir pari, hver.

Tommy Fleetwood var einn í 6. sæti á samtals 9 undir pari.

Indverski kylfingurinn SSP Chawrasia, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið hafnaði í 7. sæti sem hann deildi með þeim Miguel Angel Jimenez og bandaríska kylfingnum Micah Lauren Shin; allir á 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: