Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Oleson efstur fyrir lokahringinn í Ástralíu – Hápunktar 3. dags

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er efstur fyrir lokahringinn  á ISPS Handa Perth International í Lake Karrinyup CC í Perth,  Ástralíu.

Olesen hefir átt 3 glæsilega hringi, alla undir 70 og er á samtals  16 undir pari, 200 höggum (64 69 67).

Olesen er með 3 högga forskot á þann sem kemur næstur, en það er Sihwan Kim, sem er á 13 undir pari, 203 höggum (66 68 69).

Í 3. sæti er James Morrison, á samtals 12 undir pari og í 4. sæti er Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein á samtals 11 undir pari og síðan er tveir sem deila 5. sætinu: David Drysdale og Ástralinn Richard Green.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: