Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Olesen sigraði í Ástralíu! – Hápunktar 4. dags

Það var danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Perth International mótinu í Perth Ástralíu.

Olesen lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (64 69 67 71).  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Olesen með því að SMELLA HÉR: 

Sigur Olesen  var nokkuð sannfærandi, en Olesen átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Frakkann Victor Dubuisson -14, 274 (71 67 70 66).

Í 3. sæti varð síðan Englendingurinn Mark Foster á 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: